06.03.2010 12:38

Siglir SI 250 tekur hráefni úr öðru skipi

Fyrir þó nokkrum árum voru gerð út skip til að taka á móti síld af veiðiskipum og ýmist vinna hana um borð, eða flytja í bræðslur í landi. Eftir að loðnuveiðarnar hófust hélt þetta áfram og enn þá í dag eru skip gerð út með með þessum hætti þó þeim fari fækkandi. Eitt þeirra skipa sem stundaði það að taka við hráefni úr öðrum skipum og vinna aflann síðan um borð var Siglir SI og hér sjáum við hann á mynd frá Kristni Benediktssyni þar sem hann er að taka við hráefni úr skipi fyrir utan Grindavík og sýnist mér að það sé úr 979. Víkurbergi GK 1.


       2236. Siglir SI 250, utan við Grindavík að taka við afla úr að mér sýnist 979. Víkurbergi GK 1 © mynd Kr.Ben