05.03.2010 22:47

Floti Bíldudals - Floti Patreksfjarðar - Floti Tálknafjarðar

Í framhaldi af því samstarfi sem við, ég og Sigurður Bergþórsson, eigandi og stofnandi af síðunum um Flota Bíldudals, Flota Patreksfjarðar og Flota Tálknafjarðar höfum haft milli okkur og þá aðalega í myndaskiptum, hef ég nú sett hér til hliðar undir tenglum beina tengla á þessar síður Sigurðar. Hér eru á ferðinni mjög merkilegar síður þar sem allur skipafloti viðkomandi byggðarlaga birtist á sömu síðunum og hafa aðstoðað hann mikill fjöldi ljósmyndara vítt og breytt um landið, enda er árangurinn mjög góður. Bendi ég því áhugasömum um skipasíður að skoða þetta eftir tenglunum.