04.03.2010 18:35
Loðnumiðin í dag: Ásgrímur Halldórsson SF., Jóna Eðvalds SF og Stígandi VE
Þeir voru rétt í þessu að klára loðnuvertíðina á Jónu Eðvalds. Fengu þeir um 900 tonn í dag sem er restin af kvóta þeirra. Gáfu þeir Ásgrími Halldórs restina af síðasta kasti sínu sem var um 450-500 tonn. Þeir Ásgrímsmenn vantar rúm 100 tonn núna til að fylla kvótann. Eins og áður sendi Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF þessar myndir sem teknar voru í dag og í leiðinni lét hann fylgja með mynd af Stíganda sem átti leið um
2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250
Restin af síðasta kastinu á Jónu Eðvalds SF
Strákarnir á Ásgrími Halldórssyni SF 250
1664. Stígandi VE 77 sem átti þarna leið fram hjá © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2010
