04.03.2010 14:03
Ljósmyndurum síðunnar fjölgar
Það hefur vart farið fram hjá neinum að ljósmyndurum síðunnar hefur fjölgað að undanförnu og hefur síðan notið góðs af. Nefni ég hér þrjá sem senda síðunni reglulega myndir, en þeir eru Júlíus V. Guðnason á Akranesi, sem skráir sig undir myndunum sem Júlíus. Bjarni Guðmundsson í Neskaupstað, sem skráir sig sem Bjarna G og og nú síðast bættist í hópinn þekktur ljósmyndari á sviði sjávarútvegs til margra ára og áratuga, Kristinn Benediktsson í Grindavík sem skráður er Kr.Ben, en hann á mikið magn af ljósmyndum sem hann hefur tekið í gegn um árin. Fagna ég þessari viðbót að sendi viðkomandi kærar þakkir fyrir.
Skrifað af Emil Páli
