02.03.2010 19:35

Myndasyrpa af Súlunni EA 300 með fullfermi til Helguvíkur

Núna í kvöld eða skömmu fyrir kl. 19 kom Súlan EA 300 til Helguvíkur með fullfermi af loðnu til hrognatöku. Þó þessi bátur hafi komið nokkrum sinnum á þessari vertíð, hefur hún yfirleitt komið eftir að myrkur hefur skollið á og því notaði ég tækifærið nú þar sem bjart var yfir og tók þessa átta mynda syrpu af bátnum sigla inn til Helguvíkur.
















          1060. Súlan EA 300, kemur til Helguvíkur © myndir Emil Páll, 2. mars 2010