02.03.2010 12:31

Síðurnar virka

Við sem stöndum að skipasíðum, sérstaklega þeim sem eru duglegir að koma inn með nýtt efni, verðum þess oft varir, að það sem við skrifum um virkar. Því ætla ég nú að eins að grobba mig fyrir mína hönd og annars skipasíðueiganda Markúsar Karls Valssonar.
Í gær voru það aðeins við tveir sem sögðum frá árekstri Birtu VE 8 á bryggjuna í Keflavík. Markús eða Krúsi eins og hann er kallaður kom með frásögnina kl. 17 en ég rétt rúmum tveimur tímum síðar.
Að sögn skipstjóra hafði hann ekki frið langt fram eftir kvöldi fyrir vinum og kunningjum sem voru að hringja í hann til að fá nánari fregnir af óhappinu og hversu mikið tjónið væri. Allir sögðust þeir hafa lesið þetta á netinu og hófust hringingarnar um leið og þetta fór á netið á síðunum og var hann mjög hissa á viðbrögðunum.

                              --- þetta er því birt hér svona til að hafa gaman að ---