02.03.2010 11:54
Árekstur Birtu VE: Orsökin ljós og hugsanlegur skaði
Í morgun voru gerðar lögregluskýrslur vegna áreksturs Birtu VE 8 á bryggju í Keflavík í gær. Auk þess sem fulltrúi tryggingafélagsins skoðaði skemmdirnar.
Ljóst er að splitti brotnaði varðandi handfangið þar sem skipt er úr áfram í afturábak á gírnum og því brunaði báturinn á bryggjuna. Miðað við lauslegt mat á tjóninu þá er það vart undir 7 milljónum, án ábyrgðar, en í dag mun skoðunarmaður skoða skemmdirnar og báturinn hugsanlega tekinn upp i slipp. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um það hvort gert verður við bátinn eða ekki.
Birta VE 8 er í eigu TT Luna ehf, en það fyrirtæki á tvo aðra báta sem liggja í höfn í Njarðvík, Röstin GK 120 og Álftafell ÁR 100 og er hugsanlegt að Röstinni verði komið í lag, til að taka við af Birtu.

Frá vettvangi í morgun. Lengst til vinstri ræða saman, lögreglan og tryggingamaður en við bátinn eru eigendur hans, þ.e. skipstjórinn og útgerðarstjórinn.

F.v. á bryggjunni: Guðmundur Th. Ólafsson, útgerðarstjóri, Hörður Óskarsson, lögreglumaður og Þorgils Þorgilsson, skipstjóri © myndir Emil Páll, 2. mars 2010
Ljóst er að splitti brotnaði varðandi handfangið þar sem skipt er úr áfram í afturábak á gírnum og því brunaði báturinn á bryggjuna. Miðað við lauslegt mat á tjóninu þá er það vart undir 7 milljónum, án ábyrgðar, en í dag mun skoðunarmaður skoða skemmdirnar og báturinn hugsanlega tekinn upp i slipp. Í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um það hvort gert verður við bátinn eða ekki.
Birta VE 8 er í eigu TT Luna ehf, en það fyrirtæki á tvo aðra báta sem liggja í höfn í Njarðvík, Röstin GK 120 og Álftafell ÁR 100 og er hugsanlegt að Röstinni verði komið í lag, til að taka við af Birtu.

Frá vettvangi í morgun. Lengst til vinstri ræða saman, lögreglan og tryggingamaður en við bátinn eru eigendur hans, þ.e. skipstjórinn og útgerðarstjórinn.

F.v. á bryggjunni: Guðmundur Th. Ólafsson, útgerðarstjóri, Hörður Óskarsson, lögreglumaður og Þorgils Þorgilsson, skipstjóri © myndir Emil Páll, 2. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
