01.03.2010 19:26
Birta VE 8 sigldi á bryggju í Keflavík í dag og skemmdist töluvert
Er Birta VE 8 var að koma að landi í Keflavík í dag vildi til það óhapp að báturinn sigldi á bryggju í höfninni og af hlutust töluverðar skemmdir eins og sjást m.a. á meðfylgjandi myndum. Ljóst er því að slipplega er framundan hjá bátnum, sem er tiltölulega nýkomin úr viðgerð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fljótt á litið er ljóst að stefnið hefur laskast og slitið sig frá birðingnum og gengið inn, þannig að ljóst er að tjónið er all nokkuð.




1430. Birta VE 8, í Keflavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 1. mars 2010
Skrifað af Emil Páli
