28.02.2010 20:12

Skipasmíðastöðin í Chile ónýt

Eftirfarandi má lesa á vef Landhelgisgæslunnar:

Rétt í þessu bárust upplýsingar um að skipasmíðastöðin væri ónýt en varðskipið Þór væri á floti í flotkvínni. Ísfélagsskipið stendur uppi en hafrannsóknarskip sem var þar við hliðina er horfið og líklegast sokkið. Ekki er fært um borð í Þór og því ekki vitað nánar um ástand skipsins en svæðið er allt lokað og talið hættulegt enn sem komið er. Forsvarsmenn skipasmíðastöðvarinnar eru að meta stöðu mála í samráði við tryggingarfélög sín.