27.02.2010 18:03
Magnús Guðmundsson ÍS 97 / Máni HF 149 / Sæbjörg EA 184
Nú er um að ræða Njarðvíkursmíði frá árinu 1990 sem enn er í rekstri eins og flestir af litlu bátunum sem smiðaðir voru úr stáli á þeim árum í Njarðvík. Þessi hefur borið fimm nöfn og birtast hér myndir af þremur þeirra, en það vantar hinar myndirnar, en annað nafnið bar báturinn í rúmt ár og hitt í nokkra mánuði.

2047. Magnús Guðmundsson ÍS 97, tilbúinn til sjósetningar í fyrsta sinn í apríl 1990 © mynd Emil Páll

2047. Máni HF 149 © mynd Snorrason

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2005

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2007

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 5 hjá Skipasmiðjunni Herði hf, og nr. 1 hjá Skipabrautinni hf. Njarðvík 1990. Fyrri aðilinn varð gjaldþrota áður en smíði lauk og tók hinn þá við. Sjósettur í Njarðvík 22. apríl 1990 og afhentur nokkrum dögum síðar. Lengdur 1994. Breikkaður að aftan um 1 metra 1994 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði. Lengdur aftur hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1996, auk þess sem settur var á hann nýr hvalbakur, brú lengd, dekk hækkað o.fl.
Nöfn: Magnús Guðmundsson ÍS 97, Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301, Linni SH 303 og núverandi nafn: Sæbjörg EA 184.

2047. Magnús Guðmundsson ÍS 97, tilbúinn til sjósetningar í fyrsta sinn í apríl 1990 © mynd Emil Páll

2047. Máni HF 149 © mynd Snorrason

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2005

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2007

2047. Sæbjörg EA 184 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 5 hjá Skipasmiðjunni Herði hf, og nr. 1 hjá Skipabrautinni hf. Njarðvík 1990. Fyrri aðilinn varð gjaldþrota áður en smíði lauk og tók hinn þá við. Sjósettur í Njarðvík 22. apríl 1990 og afhentur nokkrum dögum síðar. Lengdur 1994. Breikkaður að aftan um 1 metra 1994 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf., Hafnarfirði. Lengdur aftur hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1996, auk þess sem settur var á hann nýr hvalbakur, brú lengd, dekk hækkað o.fl.
Nöfn: Magnús Guðmundsson ÍS 97, Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301, Linni SH 303 og núverandi nafn: Sæbjörg EA 184.
Skrifað af Emil Páli
