26.02.2010 20:07
Frá loðnumiðunum í Faxaflóa í dag: Bjarni Ólafsson, Kap, Ísleifur, Júpiter og Súlan
Þrátt fyrir að veðrið sé ekki búið að vera hagstætt á loðnumiðunum í Faxaflóa og því lítið þaðan að frétta, tók okkar maður Svafar Gestsson, vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 þessar myndir í dag og sendi núna áðan. Sendi ég eins og áður kærar þakkir fyrir.
2287. Bjarni Ólafsson AK 70
2363. Kap VE 4
1610. Ísleifur VE 63
2643. Júpiter ÞH 363
1060. Súlan EA 300, á loðnumiðunum í Faxaflóa í dag © myndir Svafar Gestsson 26. febrúar 2010
