25.02.2010 19:30
Aðeins 5 myndir af 14
Það getur oft reynst erfitt að ná saman öllum myndum af þeim nöfnum eða skráningum og helstu breytingum sem fylgt hafa einu skipi. Hér birti ég eitt slíkt þar sem mér hefur ekki tekist að safna nema 5 myndum af 14 sem ættu að fylgja þessu skipi. Því væri gaman er einhver ykkar lesenda góðir ættu myndir af því sem vantar eða vissu hvar hægt væri að nálgast þær og kæmu myndunum eða upplýsingum til mín, þá get ég einhvern tímann aftur endur birt þetta og þá vonandi með betri árangri.
992. Fiskines GK 264 © mynd Snorrason
992. Byr ÓF 58 © mynd Snorrason
992. Máni HF 54 © mynd Snorrason
992. Jón Forseti ÍS 85 © mynd af google, ljósm.: ókunnur
992. Jón Forseti RE 300 © mynd Emil Páll 2009
Smíðaður hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1965, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Nöfn: Benedikt Sæmundsson GK 28, Svanur ÞH 100, Svanur ÞH 105, Aron ÞH 105, Fiskines GK 264, Byr NS 192, Byr ÓF 58, Jakob Valgeir ÍS 84, Máni ÍS 54, Máni HF 54, Jón Forseti ÍS 108, Jón Forseti ÓF 4, Jón Forseti ÍS 85 og Jón Forseti RE 300
