21.02.2010 11:50

Þórshamar GK 75


                 1501. Þórshamar GK 75, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                            1501. Þórshamar GK 75 © mynd Þorgeir Baldursson


    1501. Stýrishús Þórshamars hjá brotajárnsfyrirtækinu Fornæs
í Danmörku.

Smíðanúmer 86 hjá Vaagland Baatbyggeri A/S í Vaagland, Noregi 1974. Kom í fyrsta sinn til Grinda´vikur 3. nóv. 1977. Innfluttur 1977, seldur aftur ú landi 1978 og keyptur síðan aftur hingað til lands 1979. Lengdur um 14 metra í Esbjerg, Danmörku 1996 -1997 og allt ofandekks þ.m.t. brú var sett nýtt á skipið.

Haustið 2001 var skipið notað í kvikmyndina Hafið sem tekin var upp á Neskaupstað og fékk þá leikendanafnið Hamar ÓF 25. Eftir það lá það að mestu í Reykjavíkurhöfn. Selt fyrir 12 milljónir í brotjárn, en kaupandi var danska fyrirtækið Formnæs ApS og sigldi skipið fyrir eigin vélarafli út í apríl 2004..

Nöfn: Götunes FD 350, Þórshamar GK 75, óþekkt nafn í Englandi og síðan aftur Þórshamar GK 75.