20.02.2010 12:05

Bátur sökk á Hólmavík

Mynd og texti af vef Björgunarsveitarinnar Dagrenning:


Í gær 19.02.10 kl 10:30 var björgunarsveitin beðin um að aðstoða við að ná bát upp sem sökk við smábátahöfnina um nóttina. Bundnir voru belgir á bátinn, og var hann síðan skorin frá og dregin yfir að gömlu bryggju af Steinnunni ST. Byrjað var að hífa í bátin og lensa úr honum og var hann svo hífður á land. Aðgerðinni var loki KL.13.15 og voru engar sjáanlegar skemmdir á bátnum.