20.02.2010 11:45
Tveir góðir saman
Í morgun þegar Stormur KE 1 var að fara, hittust á bryggjunni Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri Vísis hf. og Magnús Daníelsson, skipstjóri og útgerðarmaður Faxa RE 24.
Kjartan var að fylgjast með því er Sighvatur GK fór í slippinn eftir að Stormur var farinn úr sleðanum, en á mánudag hefst þar viðgerðin á sjóstjórninu sem sagt var frá í gær. Þá er í Njarðvík Kristrún II RE sem tekin hefur verið á leigu til að fylla í skarðið meðan Sighvatur er í slipp og er ráðgert að hún fari út í kvöld.
Bátur Magnúsar, Faxi RE 24 er einnig í Njarðvikurhöfn, enda býr Magnús í Njarðvík, þar sem hann er fæddur og uppalinn.
Magnús Daníelsson (t.v) og Kjartan Viðarsson í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 20. febrúar 2010
