20.02.2010 11:32

Stormur KE 1

Stormur KE 1 ex Geir KE 1 ex Bjarmi BA og fl. nöfn, var sjósettur í fallega rauðum lit hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun. Ekki gekk þó allt áfallalaust, þó tekist hafi á síðustu stundu að afstýra óhappi. Málið var að þegar skipið var laust úr sleðanum var því snúið á röngum punkti, þannig að litlu munaði að það færi hugsanlega í strand. Þegar því var afstýrt tóku stjórnendur bátsins á það ráð að bakk á fullu nánast út úr höfninni og því fóru leikar þannig að mikill hluti myndanna eru móti sól og því ekki eins góðar og ella.
Annars er það að frétta að Stormi að hann fór ásamt Blíðu KE saman til Hafnarfjarðar, en það mun vera áhöfn Sæbergs HF sem fór yfir á Storm og verður hann því trúlega gerður út að miklu leiti frá Þorlákshöfn, þó með KE nr. sé.
Vegna nafnana Blíða KE 17 og Stormur KE 1, eru gárungarnir farnir að spá í hvaða nafn fer á Ósk þegar hún verður máluð rauð, verður það rok eða logn?
Hér birti ég myndir af bátnum frá því í morgun, en náði ekki myndum af Blíðu og Storm fara saman yfir Stakksfjörðinn.


                     1321. Stormur KE 1 í sleðanum í Skipasmíðstöð Njarðvíkur


                      1321. Stormur KE 1 nánast kominn alla leið niður


     1321. Stormur KE 1, hér er hann að snúa á röngum punkti, annars mjög flottur bátur


           1321. Stormur KE 1, og þá er að bakka bara alveg út úr höfninni, eða nánast.


                                   1321. Stormur KE 1, og enn er bakkað


   1321. Stormur KE 1, snýr loksins við, en þá er myndatakan orðin á móti sól


    1321. Stormur KE 1, tekur strikið beint til Hafnarfjarðar © myndir Emil Páll 20. febrúar 2010.