20.02.2010 00:00

Fyrsti stálfiskibáturinn smíðaður fyrir íslendinga í Þýskalandi

Hér birtast myndir af öllum nöfnum bátsins nema einu. Myndirnar eru af Geir KE 1, Geir RE 406, Jökul SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74. Aðeins vantar mynd af bátnum sem Geir SH 187.


                            450. Geir KE 1 © mynd úr Sjómannablaðinu Víking


                 450. Geir KE 1 © mynd Snorri Snorrason


                           450. Geir RE 406 © mynd Tryggvi Sig.


                        450. Geir RE 406 © mynd Snorrason


                                    450. Jökull SH 15 © mynd Emil Páll


                     450. Sigurvin Breiðfjörð KE 7 © mynd Snorrason


                        450. Skúmur KE 122 © mynd Snorrason


                           450. Eldey GK 74 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             450. Eldey GK 74 © mynd Markús Karl Valsson

Smíðaður hjá D.W. Kremer Sohn, Elmshorn, Þýskalandi 1956, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Fyrsti stálfiskibáturinn sem smíðaður var fyrir íslendinga í Þýskalandi. Kom til Keflavíkur 8. febrúar 1956.

Lá við bryggju í Sandgerði allt árið 2006 og í lok þess árs var hann afskráður sem fiskiskip, en þó skráður áfram sem skip til ársins 2008. Átti afð fara í brotajárn 2008, en af því varð ekki og í sept. 2009 dró Birta VE 8 bátinn inn í Voga þar sem hann er nú, en rætt hefur verið um að fylla hann að járni og draga erlendis nk. sumar.

Nöfn: Geir KE 1, Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74.