19.02.2010 10:51
Sighvatur GK verður frá í 5 vikur
Eins og fram kom í færslu hér í nótt, hefur Kristrún II RE 477 nú leyst Sighvat GK 57 af, meðan sá síðarnefndi er til viðgerðar í framhaldi af því að brotsjór skall á skipinu á Húnaflóa á síðasta hausti. Áætlað er að viðgerðin taki um fimm vikur, en skipta þarf a.m.k. um gólf og hugsanlega meira í innréttingu skipsins sem blotnaði, en um er að ræða innréttingar sem settar voru í skipið í Póllandi 2003.
Kristrún II er línuveiðiskip með beitningavél, eins og Sighvatur og því voru myndirnar hér að neðan teknar í morgun er verið var að spila línuna úr Sighvati yfir í Kristrúnu II í Njarðvikurhöfn.

975. Sighvatur GK 57 ( sá græni ) og 256. Kristrún II RE 477 (sá blái) í Njarðvík í morgun

975. Sighvatur GK 57, til hliðar og 256. Kristrún II RE 256 við endann

Línan er svo grönn að það sést ekki á myndinni þegar verið er að spóla henni...

..... á milli skipanna

Það verða þó nokkur aðrar aðstæður að vinna á Kristrúnu II, en voru á Sighvati sem var það mikið yfirbyggður að menn þurftu lítið, eða ekkert að vera úti © myndir Emil Páll 19. febrúar 2010
Kristrún II er línuveiðiskip með beitningavél, eins og Sighvatur og því voru myndirnar hér að neðan teknar í morgun er verið var að spila línuna úr Sighvati yfir í Kristrúnu II í Njarðvikurhöfn.

975. Sighvatur GK 57 ( sá græni ) og 256. Kristrún II RE 477 (sá blái) í Njarðvík í morgun

975. Sighvatur GK 57, til hliðar og 256. Kristrún II RE 256 við endann

Línan er svo grönn að það sést ekki á myndinni þegar verið er að spóla henni...

..... á milli skipanna

Það verða þó nokkur aðrar aðstæður að vinna á Kristrúnu II, en voru á Sighvati sem var það mikið yfirbyggður að menn þurftu lítið, eða ekkert að vera úti © myndir Emil Páll 19. febrúar 2010
Skrifað af Emil Páli
