19.02.2010 00:09
Kristrún II RE 477 leysir Sighvat GK 57 af
Þar sem kominn er nýr dagur þegar þetta er skrifað, segi ég að í gær hafi Sighvatur GK 57 og Kristrún II RE 477 komið báðir til Njarðvíkur, þar sem sá síðarnefndi er að taka við hlutverki þess fyrrnefnda, Ástæðan er sú að þegar Sighvatur fékk á sig brotsjó sl. haust á Húnaflóa varð tjón það mikið að báturinn er nú að fara í viðgerð í Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. og er talið að viðgerðin taki nokkrar vikur og jafnvel rúman mánuð. Gárungarnir voru fljótir að segja að Albert Ólafsson KE væri þar með kominn á ný í útgerð á Suðurnesjum, en Kristrún II bar það nafn fyrir nokkrum árum. Birti ég því myndir af Albert Ólafssyni, Kristrúnu II og Sighvati, þó ekki nýjar.
256. Kristrún II RE 477, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurlaugur í des. 2009
975. Sighvatur GK 57, í Njarðvik © mynd Emil Páll 2009
256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Emil Páll
