18.02.2010 22:20

Guðmundur Einarsson ÍS hæstur í febrúar

Af vefnum bb.is

Guðmundur Einarsson ÍS er aflahæsti smábáturinn það sem af er febrúar.
Guðmundur Einarsson ÍS er aflahæsti smábáturinn það sem af er febrúar.

bb.is | 18.02.2010 | 14:57Guðmundur Einarsson ÍS hæstur

Guðmundur Einarsson ÍS er aflahæsti smábátur landsins það sem af er febrúar af bátum yfir 10 brúttólestum. Guðmundur hefur veitt 90 tonn í 15 róðrum og mest 8,4 tonn í róðri. Guðmundur hefur tekið stórt stökk en samkvæmt síðustu tölum var hann í fjórða sæti. Í fjórða sæti er Sirrý ÍS frá Bolungarvík með rúm 86 tonn í 14 róðrum. Fleiri vestfirskir bátar ná ekki eins hátt á listanum en Birta BA frá Patreksfirði er í níunda sæti með rúm 62 tonn í 8 róðrum og Einar Hálfdáns ÍS er í því ellefta með 59 tonn í 11 róðrum.

Af smábátum undir 10 brúttólestum er Björg Hauks ÍS frá Ísafirði í þriðja sæti með 25 tonn í 7 róðrum það sem af er febrúar. Njörður BA frá Tálknafirði kemur síðan í fjórða sæti með rúm 24 tonn í 5 róðrum.

Þetta kemur fram í tölum frá aflafrettir.com.