Oddur á Nesi (SI 76) kominn á flot
Það er ekki á hverjum degi sem nýr bátur bætist í flota Fjallabyggðar en í gær var sjósettur nýr glæsilegur bátur, Oddur á Nesi SI 76.
Báturinn var smíðaður há Siglufjarðar-Seig ehf. á Siglufirði og er sá stærsti sem fyrirtækið hefur smíðað til þessa. JE-vélaverkstæði ehf á Siglufirði sá um vélaniðursetningu og alla stálvinnu um borð. Raffó ehf á Siglufirði og Sónar ehf á Akureyri sáu um rafmagn og siglingatæki.
Báturinn er 14.96 brúttótonn og er mesta lengd hans 12.36m og breidd 3.90m. Vélin er Volvo Penta D-12, 650 hestöfl. Báturinn er útbúinn til línuveiða og er möguleiki að setja beitningavél um borð.
Eigandi bátsins er Útgerðarfélagið Nesið ehf á Siglufirði.
Sigló.is óskar Nesinu til hamingju með hið nýja og glæsilega fleyg.




