17.02.2010 13:10

Hafnarfjörður í morgun

Ég átti stutt stopp í Hafnarfirði í morgun og tók þá þrjár myndir sem koma hér fyrir neðan, verst þótti mér að hafa ekki tíma til að bíða eftir því að krani hæfi það verk að kurla niður Kambaröstina en hann var að gera sig kláran fyrir það verk.


         2641. Anna GK 540, sem seld hefur verið til Grindavíkur var komin upp á bryggju


          2750. Oddeyrir EA 210, kom inn til löndunar fyrir helgi, en þá kom upp eldur í vélarúmi skipsins og því verður einhver töf á að skipið fari aftur á veiðar


              Ocean Tiger R 38 var við bryggju © myndir Emil Páll 17. febrúar 2010