17.02.2010 12:30

Sæljómi GK 150 / Far GK 147 / Hafrós KE 2

Hér kemur smá myndasyrpa af einum af Bátalónsbátunum svo nefndu, sem var þó nokkuð lengi til eða þar til á árinu 2008.


         1294. Sæljómi GK 150 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                         1294. Far GK 157 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson


              1294. Hafrós KE 2, sokkin í Sandgerðishöfn 2008 © mynd af google


       1294. Hafrós KE 2, á hafnargarðinum í Sandgerði og
bíður eftir að vera kurlaður niður © mynd Rikarður Ríkarðsson 12. apríl 2008

Smíðanúmer 392 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Afskráður 1998, en settur aftur á skrá í byrjun árs 1999. Afskráður sem fiskiskip og þá skráður sem skemmtibátur 2006. Sökk i smábátahöfninni í Sandgerði 25. okt. 2007, en Björgunarsveitin Sigurvon náði honum að bryggju. Talinn ónýtur eftir það og stóð lengi á hafnrgarðinum í Sandgerði eða þar til hann var kurlaður niður í maí 2008.

Nöfn: Sæljómi GK 150, Ljómi GK 150, aftur Sæljómi GK 150, Far GK 147, Far KE 2 og Hafrós KE 2.