16.02.2010 20:42
Hafbjörg SH 37
Bátur þessi kom við sögu Eiríks Kristóferssonar og Landhelgisgæslunnar og segir nánar frá því fyrir neðan myndina, sem ég tók af honum einhverjum mánuðum eftir að hann rak upp við Kvíós í Grundarfirði.

517. Hafbjörg SH 37, á strandstað við Kvíós í Grundarfirði © mynd Emil Páll 1975
Smíðaður í Nykobing, Danmrku 1924. Rak upp við Kvíós í Grundarfirði og talinn ónýtur 7. febrúar 1975.
Sumarið og haustið 1925 var báturinn sem Haraldur VE leigður Landsjóði við strandgæslu fyrir Vesturlandi. Var þetta fyrsta skipið undir stjórn Eiríks Kristóferssonar hjá Lanhelgisgæslunni.
Sem Jón Guðmundsson TH var hann gerður töluvert út frá Sandgerði 1944 og sem Jón Guðmundsson NK frá Keflavík 1945 og 1946.
Nöfn: Haraldur VE 246, Runólfur GK 517, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson TH ???, Jón Guðmundsson EA 743, Jón Guðmundsson NK 97, Hlýri SU 97, Hafbjörg NK 7 og Hafbjörg SH 37.

517. Hafbjörg SH 37, á strandstað við Kvíós í Grundarfirði © mynd Emil Páll 1975
Smíðaður í Nykobing, Danmrku 1924. Rak upp við Kvíós í Grundarfirði og talinn ónýtur 7. febrúar 1975.
Sumarið og haustið 1925 var báturinn sem Haraldur VE leigður Landsjóði við strandgæslu fyrir Vesturlandi. Var þetta fyrsta skipið undir stjórn Eiríks Kristóferssonar hjá Lanhelgisgæslunni.
Sem Jón Guðmundsson TH var hann gerður töluvert út frá Sandgerði 1944 og sem Jón Guðmundsson NK frá Keflavík 1945 og 1946.
Nöfn: Haraldur VE 246, Runólfur GK 517, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson TH ???, Jón Guðmundsson EA 743, Jón Guðmundsson NK 97, Hlýri SU 97, Hafbjörg NK 7 og Hafbjörg SH 37.
Skrifað af Emil Páli
