16.02.2010 16:27

Syrpa með Axel

Mikið var ég vonsvikinn út í sjálfan mig áðan þegar ég frétti af því að flutningaskipið Axel stefndi inn á Keflavíkina, ástæðan var sú að ég var ekki með myndavélina með mér og þurfti því að fara heim eftir henni. Jú mikið rétt þegar ég keyrði fram hjá Keflavíkinni var skipið komið inn fyrir Nípuna og var að taka lóðsinn um borð inn á sjálfri Keflavíkinni. Eftir að hafa brunað heim og náð í vélina náði ég einni mynd þegar hann var nýbúinn að yfirgefa Keflavíkina og stefndi á Helguvík og síðan varð ég á undan skipinu út í Helguvík og tók þá hinar myndirnar.


                    Axel búinn að yfirgefa Keflavíkina og stefnir í átt að Helguvík


                      Axel gæist upp fyrir Hólmsbergið rétt hjá Helguvík


                             Hér nálgast skipið innsiglinguna að Helguvík


                Axel komin fram hjá Hólmsberginu og Vatnsleysuströndin í baksýn

                                    Skipið komið inn á Helguvíkina

                                      Hér sést móta í nýja sjóvarnargarðinn

           Axel nánast kominn inn í höfnina © myndir Emil Páll 16. febrúar 2010