15.02.2010 20:20

Dux RE 300

Bátur þessi var 20. bátur Jóhanns Guðjónssonar, betur þekktur sem Jói Black í Keflavík, en Jóhann var talinn einn elsti og reyndasti vélstjóri landsins, en hann hóf útgerð á þessum báti.


                   Dux RE 300 © mynd Snorrason

Smíðaður í Gautaborg, Svíþjóð 1943. Brann og sökk til hliðar við innsiglinguna  til Sandgerðis 29. júní 1963.

Nöfn: Anglía (Svíþjóð), Anglía ST 104, Þristur RE 300, Dux RE 300 og Dux KE 38.