15.02.2010 15:42
Frábært bátagrúsk Ríkarðs
Oft hef ég státað mig af því að vera einn fárra bátagrúskara hér á netinu, en það er deginum sannarra að flestir síðueigendur nenna ekki að grúska um bátanna eða leggja mikla vinnu í að finna sögu þeirra, hvorki í máli né myndum. Þó fer þeim fjölgandi sem það gera, en án þess að skrökva nokkuð standa ég og Markús Karl Valsson trúlega upp úr hvað þetta varðar. Það er því gaman þegar þeim fjölgar sem þetta gera og nýlega birti Ríkarð Ríkarðsson frábæra úttekt á sögu trillubáts, sem nú er að auki verið að gera upp í upprunalegt horf í Hafnarfirði. Bátur þessi hét síðast Fleygur ÞH 301 og birti ég hér fyrir neðan mynd frá Ríkarði af honum eins og hann leit út árið 2006 og bendi áhugasömum mönnum síðan á að lesa um fróðleikinn um bátinn á síðu hans rikkir.123.is, eins er tengill beint á hana hér til hliðar.

Svona leit 5079. Fleygur ÞH 301 út þar sem hann stóð í Hafnarfirði árið 2006, en nú er verið að byggja bátinn upp og saga hans er á síðunni sem ég visa til hér fyrir ofan myndina © mynd Ríkarður Ríkarðsson
Svona leit 5079. Fleygur ÞH 301 út þar sem hann stóð í Hafnarfirði árið 2006, en nú er verið að byggja bátinn upp og saga hans er á síðunni sem ég visa til hér fyrir ofan myndina © mynd Ríkarður Ríkarðsson
Skrifað af Emil Páli
