14.02.2010 17:39
Misstu meðvitund við löndun
Eins og fram hefur komið í fréttum var slys í borð um Hoffellinu í morgun Sjá frétt ruv.
Áhöfnin á Hoffellinu sendir hlýjar kveðjur til þeirra með ósk um góðan bata.
Mennirnir tveir sem misstu meðvitund um borð í Hoffellinu á Fáskrúðsfirði í morgun, þegar verið var að landa Gulldeplu, eru báðir í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans.
Hoffellið hafði verið á Gulldepluveiðum í fimm daga suður af Reykjanesi og kom í land með um 700 tonna afla. Búið var að landa nær öllum aflanum þegar fyrsti maðurinn fer niður í lestina til að spúla restinni af aflanum í löndunardæluna. Hann missir meðvitund og þá fer næsti maður niður til hans með grímu. Sá missti einnig meðvitund og fer þá þriðji maðurinn niður með súrefnistæki á sér. Honum tekst að koma belti utan um mennina tvo svo hægt væri að hífa þá uppúr lestinni. Talið er að mennirnir hafi verið allt að 20 mínútur í lestinni. Þeir voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Báðir eru mennirnir vanir löndun og höfðu sótt öryggisnámskeið í fyrra eftir að sambærilegt slys varð á Akranesi. Um borð í skipinu er færanlegur súrefnismælir sem á að láta síga niður í lestina til að kanna aðstæður en ekki er vitað hvort það var gert í þetta sinn.
Gulldepla er smávaxinn fiskur og erfið viðfangs því vegna smæðarinnar er ekki hægt að kæla hana eins og annan fisk því þá stífnar hún og festist í búnaði lestarinnar, svokölluðum lensistokkum. Þess vegna fer aflinn að rotna og getur myndað brennisteinsvetni og eytt súrefni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa um slysið á Akranesi í fyrra kemur fram að súrefnisskortur og myndun brennisteinsvetnis hafi líklega orðið vegna þess að elsti hluti aflans hafi verið orðinn nær vikugamall. heimild: frettir@ruv.is
Samkvæmt fréttum núna áðan á mbl.is er annar mannanna nú kominn úr öndunarvél.
