14.02.2010 17:28

Bát bjargað í dag

Leki kom að Sómabátnum Grindjána GK 169 fyrir utan Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag en björgunarbátur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu kom honum til aðstoðar. Mikill sjór var komin í bátinn þegar Landsbjargarmenn komu að, þeir hófu dælingu þegar í stað og drógu bátinn til Hafnarfjarðar.


                       7325. Grindjáni GK 169, í Grindavík © mynd Emil Páll 2009