14.02.2010 17:00

Frá Fáskrúðsfirði: Hoffell SU 80, Libras og Norderveg

Heimasíður margra skipa eru mjög vel gerðar og þar eru þeir á Hoffelli SU 80 engir eftirbátar, þar sem síða þeirra er stór glæsileg. Sá sem tekur flestar eða allar myndirnar er Óðinn Magnason, en hann sér einnig um að uppfæra síðuna. Tengill á síðuna er hér til hliðar undir nafni Óðins. Hann hefur nú lánað mér 6 myndir til að setja á síðuna og færi ég honum bestu þakkir fyrir. Allar eru þær teknar í dag nema ein sem er eldri.


    2345. Hoffell SU 80 við bæjarbryggjuna á Fáskrúðsfirði í dag með um 700 tonn, en skipið ber um 1400 tonn


         Libras á Fáskrúðsfirði með 800 tonn af kolmunna og búinn með kvóta sinn


                                       Libras er glæsilegt skip


                                              Libras gnæfir yfir frystihúsið


                            Norderveg landaði kolmunna á Fáskúðsfirði í morgun


    2345. Hoffell SU 80 með fullfermi © myndir Óðinn Magnason, hoffellSU80.123.is