14.02.2010 14:08

Vilhelm Þorsteinsson og Keilir á Stakksfirði

Þessar myndir tók ég núna rétt fyrir hádegið af Keili SI 145 og Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 á Stakksfirði, en myndirnar eru bæði teknar út af Helguvík og eins út af Vatnsnesi. Vilhelm kom eins og frá Hafnarfirði í morgun og var síðan á dóli upp undir Helguvík og þaðan í stefnu á Vatnsnesið áður en hann tók strauið út Stakksfjörðinn. Sýnist mér að a.m.k. fjórir síðueigendur hafi notað hann sem myndefni sitt, þ.e. auk mín sáust Markús Karl Valsson, Valur Línberg og Arnbjörn Eiríksson munda myndavélum sínum að skipinu.




                        1420. Keilir SI 145 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11




     2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Stakksfirði © myndir Emil Páll 14. nóv. 2010