13.02.2010 17:54
Af loðnumiðunum í dag: Erika og Vilhelm Þorsteinsson
Hér eru nokkrar myndir frá því í dag en við vorum á veiðum vestan við Reykjanes ásamt Vilhelm Þorsteins og Eriku.
Við tókum skamtinn 700 tonn í 3 köstum og gáfum síðan Eriku 40-50 tonn og Vilhelm 100 tonn úr síðasta kastinu.
Höldum nú til Hafnar í löndun.
Í framhaldi af ábendingu hér fyrir neðan myndirnar hef ég breytt þeim, þannig að nafn Nordborgarinnar var tekið út.
Erika GR-18-119 ex Birtingur NK
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Kajakokkarnir á Eriku
Mjög gott kast
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Erika
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © myndir Svafar Gestsson 13. febrúar 2010
