12.02.2010 20:04
Þrjú nánast systurskip, er öll heita mannanöfnum þ.e. Sunna Líf, Ragnar Alfreð og Frú Magnhildur
Þau þrjú skip sem við sjáum hér í Sandgerðishöfn í dag, eiga það öll sameiginlegt að vera byggð nánast á sama tíma hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd, að vísu eru voru tvö þeirra jafn stór en einn minni. Þetta eru 1523. nú Sunna Líf KE 7, smíðaður 1978 og mældist þá 8 tonn, 1511. nú Ragnar Alfreð GK183, smíðaður 1978 og mældist í upphafi 15 tonn og 1546. nú Frú Magnhildur VE 22, smíðaður 1979 og mældist þá 15 tonn.

1546. Frú Magnhildur VE 22, 1523, Sunna Líf KE 7 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010

1546. Frú Magnhildur VE 22, 1523, Sunna Líf KE 7 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010
Skrifað af Emil Páli
