12.02.2010 19:56
Kiddi Lár GK 501 settur í geymslu
Eins og ég sagði nýlega frá var Kiddi Lár GK 501 kominn í furðulegt ferðalag. Báturinn sem er úr Sandgerði og átti að fara á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði, þurfti að sigla til Njarðvíkur og þaðan var hann síðan fluttur til Sandgerðis landleiðina. Fór landflutningurinn fram í dag og birti ég því mynd af honum komnum á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði eins og staðan er einmitt í dag.
En hvers vegna skyldi báturinn vera tekinn upp einmitt nú. Ástæðan er sú að verið er að setja bátinn í geymslu sökum kvótaleysis og síðan á að nota tímann til yfirhalningar, svona eftir einhvern tíma.

2704. Kiddi Lár GK 501, kominn á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði eftir hálf undarlegt ferðalag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010
En hvers vegna skyldi báturinn vera tekinn upp einmitt nú. Ástæðan er sú að verið er að setja bátinn í geymslu sökum kvótaleysis og síðan á að nota tímann til yfirhalningar, svona eftir einhvern tíma.

2704. Kiddi Lár GK 501, kominn á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Sandgerði eftir hálf undarlegt ferðalag © mynd Emil Páll 12. febrúar 2010
Skrifað af Emil Páli
