12.02.2010 17:14

Alda GK 71 og Elín GK 311

Vegfarendur um þjóðveginn milli Garðs og Sandgerðis hafa margir horft á bláan bát við hús eitt stutt frá Sandgerði og gamla trébát fyrir neðan bátinn. Ég hef fengið nokkrar spurningar um hvaða bátar þetta eru og mun því núna gera tilraun til að upplýsa það, en hús þetta er Norður-Flankastaðir í Sandgerði.


    1582. Alda GK 71 (sá blái) og 1657. Elín GK 311 við Norður-Flankastaði í Sandgerði © mynd Emil Páll 12. feb. 2010

1582.
Plastbátur smíðaur í Hafnarfirði 1981. Báturinn brann í Grinda´vikurhöfn 10. jan. 1996. Flakið stóð lengi ofan við Smábátahöfnina í Grindavík eða þar til að það var flutt á athafnarsvæði Plastverks í Sandgerði í apríl 1999 og síðan á athafnarsvæði Sólplasts. Endurbygging hófst hjá Plastverki ehf., Sandgerði, hætt við það og báturinn fluttur á athafnarsvæði Sólplasts ehf. í Innri-Njarðvík, en enn hætt við endurbyggingu en síðan hefur báturinn verið íhlaupavinna á Norður-Flankastöðum. Báturinn var afskráður sem fiskiskip 2001.

Nöfn: Aldan NK 22, Aldan HU 22 og Aldan GK 71, en virðist nú eiga að heita Alda GK 71.

1657. Furu og eikarbátur smíðaður á Horni 1940. Endurbyggður 1974. Dekkaður og skráður sem fiskibátur 1983. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 20. des. 1991.

Nöfn: Sjöfn ÍS 554, Sjöfn MB 11, Sjöfn ME 8, Sólveig GK 311 og Elín GK 311.