12.02.2010 11:27

Loðna og olía í Helguvík í morgun

Myndasyrpu þá sem nú birtist tók ég í Helguvík í morgun. Sýnir hún þrjá báta eða skip, Í fyrsta lagi Súluna EA 300 sem kom með fyrstu loðnu ársins til Helguvíkur í gærkvöldi, þá olíuskipið Indra sem kom einhverntímann undir morgun og loksins kom þarna lítill plastbátur sem ég er ekki alveg viss hver er og sigldi framhjá mér er ég var að taka myndir.


                          1060. Súlan EA 300 og olíuskipið Indra í Helguvík í morgun


                                                  1060. Súlan EA 300


                                                       Olíuskipið Indra


    Þessi litli plastbátur sigldi um víkina á sama tíma og sýnist mér að hann hafi annað hvort skipaskr. nr. 7365 eða 7385. en er hvorki viss um nafn eða númer  © myndir Emil Páll 12. febrúar 2010