11.02.2010 17:59

Skólaskip: Haftindur HF 123

Af og til hafa verið rekin skólaskip hér við land, sem farið hafa um landið og tekið skólakrakka í stuttar ferðir. Oftast hafa það verið skip í eigu ríkisins, s.s. varðskip eða hafrannsóknarskip. En í eina tíð var fiskibátur gerður að skólaskipi með styrk frá t.d. sveitarfélögum og áttu sum þau einnig hlut í bátnum. Hér birtist mynd af þeim báti.


                           Skólaskip: 472. Haftindur HF 123  © mynd Svafar Gestsson