11.02.2010 00:00

Paimpol í Frakklandi - Fyrri hluti

Hér birtist skemmtileg frásögn frá Paimpol í Frakklandi þar sem ýmislegt er til að minnast Íslands. En Svafar heimsótti staðinn ásamt konu sinni og hér birtist fyrst frásögn hans um staðinn og síðan birtast helmingur myndanna, en síðari hluti frásagarinnar birtist eftir sólarhring:

Paimpol í Frakklandi er lítið sjávarþorp á norðanverðum Bretagne þaðan komu margar af frönsku gólettunum sem stunduðu þorskveiðar við Íslandsstrendur frá árunum  1852-1935.  Á þessu tímabili fórust um 4000 sjómenn og um 120 gólettur hurfu eða strönduðu við Íslandsstrendur frá þessu þorpi og nágrannabæjum.

Einnig voru gerðar út gólettur frá Dunkerque, Gravelines og nálægum þorpum og gengu þeir undir nafninu ,, flandrarar" hér á landi.

Ég ásamt konu minni heimsóttum þetta þorp Paimpol árið 2000 og verð að segja að þvílíkar móttökur sem við fengum gleymast aldrei. Þegar að það kom upp úr kafinu að við værum íslendingar komnir til að skoða söfn og annað sem tengdist íslandsveiðunum þá báru Paimpólar okkur á höndum sér.

Strax var fundinn enskumælandi maður sem sýndi okkur ótal söfn sem sýna muni frá þessu tímabili ásamt því að heimsækja ótal kyrkjugarða sem eru fullir af mynningaskjöldum um horfna ástvini.

Ég skora á alla að lesa bókina eftir Elínu Pálmadóttir Fransí Biskví sem kom fyrst út árið 1987 en var svo endurútgefin 2009 aukin og endurbætt og lýsir hún lífi þessara sjómanna um borð, undirbúningi þessara sjóferða og lífinu í þorpunum ásamt mörgu öðru sem er fróðlegt að lesa.

Þess má geta að Grundarfjörður er vinabær Paimpol og Gravelines er vinabær Fáskrúðsfjarðar.


                                                      Bátar á fjöru


                                                     Bátar á flóði


                                      Gamla Íslandshöfnin


                                          Íslandshöfnin Paimpol


                                          Íslandshöfnin Paimpol

                           







            Munur flóðs og fjöru í Paimpol © myndir Svafar Gestsson 2000