10.02.2010 11:08

Grétar Mar með tilraunaveiðar á Beitukóngi



Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Sölku GK 79, er nú að fara að hefja tilraunarveiðar á beitukóngi. Hefur hann raunar prufað tvisvar og í annað skiptið var beitukóngurinn matreiddur á Sægreifanum í Reykjavík við góða lukku gesta. Að sögn Grétars Mar var beitukóngurinn soðinn og síðan borðaður með pinnum úr skelinni.
Munu tilraunaveiðar þessar fara fram í buktinni.


             Gildurnar sem Grétar Mar mun nota, eru komnar að bátnum í Sandgerðishöfn  © myndir Emil Páll 9. febrúar 2010