09.02.2010 17:00
Glænýjar myndir af loðnumiðunum í dag
Heill og Sæll Emil.
Ég sendi þér smá fréttir af loðnumiðunum ásamt nokkrum myndum.
Við erum komnir með skammtinn okkar eða um 700 tonn í 3 köstum 100 tonn 300 tonn og um 350 tonn og fengum þetta út af Eyrarbakka og tók það okkur um 6 tíma að taka skammtinn. Við gáfum Berki NK restina eða um 50 tonn.
Annars eru Guðmundur VE Hákon EA og Aðalsteinn Jónsson líka hér á miðunum.
Veðrið ágætt og mannskapurinn ánægður yfir góðri veiði og við verðum á Höfn um kl 14 á morgun að landa í frystingu.
Kv af loðnumiðunum Svafar
Sendi ég Svafari kærar þakkir fyrir.

1293. Börkur NK 122 á loðnumiðunum í dag
1272. Guðmundur VE 29
Restin af 400 tonna kastinu
Strákarnir okkar á Jónu
Sælla er að gefa en að þiggja © myndir Svafar Gestsson, á loðnumiðunum í dag 9. febrúar 2010
