09.02.2010 14:03
Eru veiðar á Sæbjúgum, nýjasta gullgrafarævintýrið?
Samkvæmt fregnum milli aðila sem hafa áhuga fyrir að fá veiðileyfi á Sæbjúgur, er mun meiri áhugi fyrir þeim leyfum en þau sem í framboði eru. Virðist þvi margt benda til að nýtt gullgrafarævintýri sé þarna í uppsiglingu.
Í Sandgerði er verið að búa Drífu SH 400 út til slikra veiða og hefur verið smíðaður nýr skutgálgi á skipið eins og sést á meðfylgjandi myndum sem ég tók í dag. Þá er vitað um útgerðarmenn sem hafa hug á að kaupa ákveðna báta, fái þeir slík leyfi.



795. Drífa SH 400, í höfn í Sandgerði með nýja skutgálgann til að nota við sæbjúguveiðarnar © mynd Emil Páll 9. febrúar 2010
Í Sandgerði er verið að búa Drífu SH 400 út til slikra veiða og hefur verið smíðaður nýr skutgálgi á skipið eins og sést á meðfylgjandi myndum sem ég tók í dag. Þá er vitað um útgerðarmenn sem hafa hug á að kaupa ákveðna báta, fái þeir slík leyfi.



795. Drífa SH 400, í höfn í Sandgerði með nýja skutgálgann til að nota við sæbjúguveiðarnar © mynd Emil Páll 9. febrúar 2010
Skrifað af Emil Páli
