08.02.2010 13:35

SÍÐASTA MYNDIN

Í gegnum árin hefur hinn rúmlega 60 ára gamli bátur sem upphaflega hét Muninn II GK 343 og síðan bar nokkur önnur nöfn og endaði sem Svanur KE 90, verið vinsælt myndarefni hjá hinum ýmsu ljósmyndurum. En nú er þeim myndatökum lokið því búið er að tæta hann niður í nánast ekki neitt, eins og sést á mynd þeirri sem ég tók í hádeginu í dag af rústum bátsins í Helguvík.


    929. Svanur KE 90. Þ.e. það sem var eftir af honum í hádeginu í dag © mynd Emil Páll 8. febrúar 2010