06.02.2010 17:07

Rússnesk skip geymd í Hafnarfirði

Mjög mikið hefur verið um að rússnesk veiðiskip liggi í lengri eða skemmri tíma í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt heimasíðu Hafnarfjarðarhafnar, er brottför fimm þeirra ekki áætluð fyrr en á tímabilinu 20. til 30. apríl nk. Hér sjáum við hluta af þessum rússneska skipaflota sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn.


         Rússnesk skip í Hafnarfjarðarhöfn í dag © mynd Emil Páll 6. febrúar 2010