06.02.2010 16:13
Pokabeiningavélar í alla Vísisbátanna
Bernskan ehf. hefur um alllangt skeið þróað og framleitt pokabeitur, en um er að ræða litla poka með fiskmauki í. Fram að þessu hefur beitan eingöngu hentað fyrir landbeitta línu en nú er lokið þróun á beitningarvél sem gerir kleift að beita pokunum vélrænt úti á sjó. Fyrsta vélin var seld fyrir skemmstu í norska bátinn Åsta B sem er í eigu Íslendinga og nú hefur sem sagt verið samið um smiði á fimm vélum til viðbótar.
,,Með því að taka upp pokabeituna erum við að veðja á að unnt verði að stýra betur sókn í ákveðnar fisktegundir. Pokabeitan hefur fram að þessu fyrst og fremst beinst að ýsunni en svo verður hún þróuð áfram fyrir aðrar tegundir,. Þá er einnig áhugvert að sjá hvort aflinn aukist við þessa beitutegund fremur en aðrar," segir Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. í samtali við Fiskifréttir, en áfram verður beitningarvélakerfi fyrir aðrar beitutegundir í Vísisbátunum.
