06.02.2010 11:28

Eyrún GK 157 / Eyrún ÁR 66 / Eydís ÁR 26 / Maggi Ölvers GK 33 / Sæljós GK 2

Hér kemur myndasyrpa og saga bátsins og eru birtar flestar myndir af þeim nöfnum sem hann bar, en þó ekki allar. Þá eru einnig birtar myndir af helstu breytingum sem báturinn hefur orðið fyrir.


        1315. Eyrún GK 157 og 787. Mars KE 197, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


        1315. Eyrún GK 157, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


        1315. Eyrún ÁR 66 © mynd Snorrason


                 1315. Eyrún ÁR 66, nýtt stýrishús © mynd Snorrason


  1315. Eyrún ÁR 66 komin með hvalbak
          © mynd Snorrason


                             1315. Eydís ÁR 26 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2004


            1315. Maggi Ölvers GK 33, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll


    1315. Maggi Ölvers, ný tekinn í gegn í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll 21. nóv. 2009


     1315. Sæljós GK 2, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll 6. febrúar 2010

Smíðanúmer 44 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1973. Endurbætur og breytingar hjá Vélsmiðju Sandgerðis frá nóv. 2007 til jan. 2008.

Strandaði að morgni 16. febrúar 1989, vestan við Dráttarbraut Keflavíkur. Báturinn hafði verið sjósettur skömmu áður, en vélin stöðvaðist og rak hann upp í fjöru fyrir neðan söltundarskúra Keflavíkur hf. Dró Goðinn bátinn út með aðstoð vélskóflu og jarðýtu. Slapp báturinn án teljandi skemmda.

Nöfn: Eyrún EA 157, Eyrún SH 57, Eyrún GK 157,  Eyrún ÁR 66, Eyrún ÁR 26, Eydís ÁR 26, Maggi Ölvers GK 33 og núverandi nafn: Sæljós GK 2