05.02.2010 17:08
Frengen farinn í slorið?
Norska flutningaskipið Frengen, sem legið hefur að mestu undanfarin misseri ýmist í Þorlákshöfn eða Njarðvík, er nú farið og var samkvæmt AIS núna, framan við Meðallandssand á leið sennilega út, því óstaðfestar fréttir eru um að skipið sé að fara í slorflutninga í Noregi. Skipið er sagt í eigu íslenskra aðila og kom fyrir nokkrum misserum til Reykjavíkur þar sem það var málað bláum lit en var áður rautt. Hér fyrir neðan sjáum við mynd bæði af skipinu rauðu og eins bláu.

Frengen í Reykjavíkurhöfn, áður en skipt var um lit á því

Frengen, í Njarðvikurslipp á síðasta ári © myndir Emil Páll

Frengen í Reykjavíkurhöfn, áður en skipt var um lit á því

Frengen, í Njarðvikurslipp á síðasta ári © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
