04.02.2010 10:49
Hinsta för Svans KE 90
Þá kom að því að Svanur KE 90, sem legið hefur lengi í Njarðvíkurhöfn og sökk þar að vísu fyrir skemmstu en var náð upp aftur, yfirgæfi höfnina og færi sína hinstu för. Það gerðist í morgun og fylgdist ég með ferðinni á áfangastað í Helguvík, þar sem honum verður fargað. Leikendur í syrpu þessari eru 929. Svanur KE 90, 2043. Auðunn og smáhlutverk var í höndum 7487, Péturs mikla, en að verkinu komu auk hafnarstarfsmanna og starfsmanna við framkvæmdirnar í Helguvík, Köfunarþjónusta Sigurðar ehf.

2043. Auðunn leggur á stað með 929. Svan KE 90, úr Njarðvíkurhöfn

Ferðin hafin að fullu

929. Svanur KE 90, yfirgefur Njarðvikurhöfn í síðasta sinn

Bátarnir út af Vatnsnesi, Keflavík og því komnir á ferð út Stakksfjörðinn

Hér er komið til Helguvíkur

Hér eru 2043. Auðunn og 929. Svanur KE 90 komnir inn á Helguvík og 7487. Pétur mikli á siglingu þar fyrir utan

Auðunn hjálpar Svaninu síðasta spölinn upp í fjöru

Stórvirkar vinnuvélar tilbúnar að draga bátinn upp i fjöruna

Hér mun báturinn standa í fjörunni um tíma, en honum verður fargað smátt og smátt
© myndir Emil Páll 4. febrúar 2010

2043. Auðunn leggur á stað með 929. Svan KE 90, úr Njarðvíkurhöfn

Ferðin hafin að fullu

929. Svanur KE 90, yfirgefur Njarðvikurhöfn í síðasta sinn

Bátarnir út af Vatnsnesi, Keflavík og því komnir á ferð út Stakksfjörðinn

Hér er komið til Helguvíkur

Hér eru 2043. Auðunn og 929. Svanur KE 90 komnir inn á Helguvík og 7487. Pétur mikli á siglingu þar fyrir utan

Auðunn hjálpar Svaninu síðasta spölinn upp í fjöru

Stórvirkar vinnuvélar tilbúnar að draga bátinn upp i fjöruna

Hér mun báturinn standa í fjörunni um tíma, en honum verður fargað smátt og smátt
© myndir Emil Páll 4. febrúar 2010
Skrifað af Emil Páli
