01.02.2010 21:24
Líkön
Sæll Emil!!
Ég sá á síðunni hjá þér að þú hefur verið mikill bátaáhugamaður frá unga aldri eins og ég, þess vegna datt mér í hug að senda þér myndir af bátum sem ég smíðaði þegar að ég var 13 og 14 ára í grunnskólanum á Flateyri.Þetta er líkan af Torfa Halldórssyni og togari sem ég smíðaði eftir mynd sem ég sá í mogganum af Stálvík SI-1.Þá var byrjað á því að teikna líkanið upp í fullri stærð og málsetja (togarinn er 120 cm en Torfi 67 cm) Það var mikið smíðað af bátum og bílum í smíði á þessum árum.Ég er nú ekki að senda þér til að þú setjir þetta á síðuna hjá þér, heldur bara þér til skemmtunar.
Kveðja. Bjarni Ben.





© Smíði og myndir Bjarni Sv. Benediktsson
