01.02.2010 16:11

Arnar KE 260 / Stjáni Ebba ÍS 56

Bátur sá sem nú verður kynntur, var að mig minnir upphafið af smábátaútgerð Festis, sem fór í þrot á síðasta hausti.


                               2515. Arnar KE 260, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                  2515. Stjáni Ebba ÍS 56 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2009

Af gerðinni Gáski 1120 frá Mótun ehf., Njarðvík og var í raun með smíðanúmer 12 frá stöðinni í Njarðvík. Sjósettur í Grófinni í Keflavík, föstudaginn 7. mars 2003 og afhentur samdægurs.

Nöfn: Arnar KE 260 og núverandi nafn: Stjáni Ebba ÍS 56.