30.01.2010 06:25
Sjósetning Heiðrúnar ÍS 4 og Heiðrún ÍS 4 / SKúmur HF 177
Myndir þær sem nú koma eru raunar tvískiptar, þ.e. í fyrrihlutanum sést sjósetning Heiðrúnar ÍS 4 á 'Isafirði og í seinni hlutanum saga skipsins.








1506. Heiðrún ÍS 4, sjósett á Ísafirði © myndir í eigu Bjarna Sv. Benediktssonar
1506. Heiðrún ÍS 4 © mynd Þór Jónsson
1506. Skúmur HF 177 © mynd Álasund
1506. Skúmur HF 177 © Shipspotting
1506. Skúmur HF 177 © mynd Álasund
Smíðanúmer 50 hjá M. Bernhardssyni hf., Ísafirði 1978. Afhentur 7. janúar 1978. Seldur út landi til
Rússlands í mars 2006.
Sem Ingimundur SH strandaði togarinn við Vesturboða í Grundarfirði 12. mars 2004, er það var á leið til Njarðvíkur í slipp, þar sem búið var að selja það. Losnaði skipið strax og kom til Njarðvikurhafnar kl. 9.30 morguninn efir.
Sleginn Skipasmíðastöð Njarðvíkur á nauðungaruppboði i des. 2005 og síðan annaðist skipasalan Álasund sölu á skipinu úr landi.
Nöfn: Heiðrún ÍS 4, Heiðrún GK 505, Ingimundur SH 335, Skúmur HF 177 og núverandi nafn: Skumur M-0266.
